Hagnaður hollenska bankarisans ABN Amro - sem hefur átt í sameiningarviðræðum við breskan bankann Barclays í nokkrar vikur - jókst um 30,6% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Stjórnendur bankans segja að markmið fyrirtækisins um að skila arðsemi upp á 2,3 evrur á hlut á þessu ári líti mjög vel út í kjölfar þessa fyrsta uppgjörs á árinu.

Gengi hlutabréfa í ABN Amro hækkaði um 5,6% þegar markaðir opnuðu í gærmorgun og hafa því hækkað um meira en 20% frá því að bankinn tilkynnti að hann hyggðist hefja viðræður við Barclays um sameiningu bankanna.