Hagnaður Actavis Group dróst saman um 15,3% í 27 milljónir evra á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári, og undirliggjandi hagnaður (að frátöldu afskriftum á yfirverði vegna fyrirtækjakaupa) dróst saman um 7,8% og var 32,4 milljónir evra. Lækkun hagnaðar skýrist að mestu leiti af hærri afskriftum og auknum vaxtakostnaði samstæðunnar vegna ýmissa fjárfestingarverkefna.

Fyrsti ársfjórðungur er sá tekjuhæsti í sögu félagins og jukust tekjur um 11,9% í 382,7 milljónir evra, samanborið við 341,9 milljónir evra á sama tíma í fyrra.

Undirliggjandi vöxtur (án tillits til fyrirtækjakaupa eða gengisáhrifa) nam 8,3%, sem skýrist einkum af góðum árangri í Bretlandi, Þýskalandi og Rússlandi, segir í tilkynningu.

Eftir tekjusviðum:

Pro forma sala í Mið- og Austur-Evrópu og Asíu jókst í 157,2 milljónir evra (1F 2006 pro forma: 138,3 milljónir evra). Undirliggjandi vöxtur nam 13,6%.

Pro-forma tekjur í Norður-Ameríku námu 108,9 milljónum evra (1F 2006 pro-forma: 103,7 milljónir evra), og undirliggjandi vöxtur nam 5,0%

Pro-forma sala í Vestur-Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku jókst um 9,9% í 79,7 milljón evra (1F 2006 pro forma: 72,6 milljónir evra).

Sala til þriðja aðila dróst saman um 5,4% í 35,9 milljónir evra (1F 2006 pro forma 37,9 milljónir evra) .

EBITDA hlutfall nam 20,7% í fjórðungnum, án tillits til dreifingar lyfja í Mið og Austur Evrópu var EBITDA framlegðin 23,1%.

Þynntur undirliggjandi hagnaður á hlut dróst saman um 3,6% og var 0,00660 evrur á hlut

Alls voru markaðssett 80 samheitalyf (48 einstök lyf), þar á meðal fékkst 180 daga einkasöluréttur á Ranitidine í Bandaríkjunum

Gerðir voru samningar við stór þýsk sjúkrasamlög, sem styðja við vöxt á þeim markaði.


Róbert Wessman, forstjóri Actavis um uppgjörið:

?Árið fer vel af stað hjá okkur og ánægjulegt að sjá góðan viðsnúning á mörkuðum okkar í Þýskalandi og Bretlandi. Þá var árangur okkar áfram góður í Rússlandi og Bandaríkjunum og vöxtur samstæðunnar og framlegð í samræmi við útgefin markmið. Á síðari hluta ársins munum við sjá aukinn fjölda markaðssetninga nýrra lyfja og framlegð og vöxtur mun styrkjast eftir því sem líður á árið. Samhliða góðum undirliggjandi vexti munum við halda áfram að skoða áhugaverð tækifæri til vaxtar og framfylgja stefnu okkar um að koma Actavis í enn sterkari stöðu á heimsmarkaði?