Hagnaður Actavis Group á öðrum ársfjórðungi eftir skatta var 29,3 milljónir evra á öðrum ársfjórðungi og lækkaði um 2,6% frá fyrra ári, en hagnaður nam 56,3 milljónum evra á fyrri helming ársins.

Tekjur Actavis Group á öðrum ársfjórðungi hækkuðu um 4,1% í 378,9 milljónir evra, einkum vegna góðrar afkomu í Austur
og Vestur Evrópu.

EBITDA framlegð fjórðungsins var 22,2%.

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, um uppgjörið:
?Það er ánægjulegt að sjá að metnaðarfull markmið okkar um framlegð eru að nást og uppgjörið í samræmi við okkar væntingar. Enn erum við að sjá góðan árangur í Vestur Evrópu og staða okkar í Austur Evrópu heldur áfram að styrkjast. Í Bandaríkjunum hefur þróunarstarf gengið sérlega vel og skráningar á
nýjum lyfjum hafa aldrei verið fleiri, sem mun styðja við góðan vöxt þar á næsta ári.

?Lykilstjórnendur félagsins munu áfram kappkosta að fylgja eftir framtíðarsýn félagsins þannig að Actavis verði í leiðandi stöðu á sviði samheitalyfja. Með eitt öflugasta lyfjasafn samheitalyfjafyrirtækja í heiminum í dag og dreift sölunet, erum við vel í stakk búinn til að auka okkar markaðshlutdeild á næstu
árum.?

Fjárfestingarfélagið Novator gerði yfirtökutilboð til hluthafa Actavis og tryggði sér 99,66% hlutafjár. Stjórn Actavis óskaði í kjölfarið eftir afskráningu úr OMX kauphöllinni á Íslandi.