Hagnaður Actavis Group hf. (?ACT") á öðrum ársfjórðungi eftir skatta nam alls 11,3 milljónum evra eða 900 milljónum króna og er það undir væntingum.

Í frétt frá Actavis kemur fram að á öðrum ársfjórðungi hafi heildartekjur numið 122,0 milljónum evra (9,8 milljarðar ISK) og jukust um 14,4%

Sala eigin vörumerkja jókst um 27,9% á ársfjórðungnum, en Sala til þriðja aðila dróst saman að mestu leiti vegna tafa á afhendingum til helstu viðskiptavina

EBITDA nam 23,4 miljónum evra (1.9 milljarðar ISK) og hagnaður eftir skatta 11,3 milljónum evra (0,9 milljarðar ISK) á fjórðungnum sem er undir væntingum félagsins.

Handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 28,8 milljónum evra samanborið við 13,1 milljónir evra á sama tímabili árið 2004. Samdráttur skýrist af minni sölu til þriðja aðila og verðlækkunum í Tyrklandi

Hagnaður í 2F var 11.3 milljónir evra og 22.4 milljónir á fyrsta árshelmingi

Actavis markaðssetti geðdeyfðarlyfið Lamotrigine í tveim lyfjaformum, í níu Evrópulöndum og var fyrst á markað með hjartalyfið Benazapril Hydrochlorothiazide í Þýskalandi

Actavis keypti bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Amide Pharmaceuticals Inc., fyrir 414 milljónir evra (500 milljónir dala)

Vel heppnuðu hlutafjárútboði og sölu eigin bréfa lauk í júní þar sem hluthafar skráðu sig fyrir hlutum að markaðsvirði um 263 milljónum evra (21 milljarðar króna)

Atburðir eftir lok tímabilsins

Lánasamningur vegna sambankaláns að upphæð 600 milljónum evra lokið

Actavis fyrst á markað með Fosinopril töflur í Hollandi, Bretlandi og Svíþjóð
Framleiðslueining fyrir virk lyfjaefni í dýralyf í Búlgaríu seld

Gengið frá kaupum á bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Amide

Þrjú samheitalyf keypt af dótturfyrirtæki Novartis fyrir markaði BNA.

Um uppgjörið:

Róbert Wessman forstjóri

?Ársfjórðungurinn var annasamur hjá fyrirtækinu þar sem við gengum frá stærstu fyrirtækjakaupum samstæðunnar frá upphafi, þegar við keyptum bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Amide. Jákvæð þróun hefur átt sér stað í sölu á eigin vörumerkjum, með öflugum vexti í Rússlandi og Tyrklandi, en sala til þriðja aðila var undir væntingum og skilaði lægri tekjum og EBITDA framlegð en væntingar stóðu til. Það má skýra að hluta til með seinkunum í afhendingum. Ég er hinsvegar bjartsýnn á að við munum ná metnaðarfullum markmiðum okkar fyrir árið í heild, með markaðssetningu nýrra vara á seinni helmingi ársins, áframhaldandi öflugum vexti sölu eigin vörumerkja og með tilkomu Amide í samstæðuna. Við erum mjög stolt af kaupum okkar á Amide, en afkoma fyrirtækisins á fyrri hluta ársins er yfir væntingum okkar og búast má við öflugum vexti Amide og góðri EBITDA framlegð sem skilar sér vel á síðari hluta ársins."

Vaxtastefna Actavis

Framtíðarsýn Actavis er að vera í hópi leiðandi fyrirtækja í samheitalyfjaiðnaði. Með markvissum kaupum og yfirtökum á öðrum fyrirtækjum og með góðum innri vexti er Actavis vel í stakk búið til að takast á við alþjóðlega samkeppni. Actavis leggur áherslu á öfluga þróun og markaðssetningu nýrra lyfja og hefur margsinnis verið fyrst eða með fyrstu fyrirtækjum á markað með ný samheitalyf. Þá mun félagið halda áfram að sækja inn á nýja markaði, styrkja stöðu þess á núverandi mörkuðum og styðja þannig við frekari vöxt samstæðunnar.

Tekjur

Sala tímabilsins nam122,0 milljónum evra á fjórðungnum (2F 2004: 106,6 milljónir evra) og var 223,8 milljónir evra á fyrstu sex mánuðum ársins (1H 2004: 235,9 milljónir evra). Innri vöxtur vegna sölu á eigin vörumerkjum nam 26,6% á öðrum ársfjórðungi og 20,4% á fyrri hluta ársins og er í samræmi við væntingar félagsins. Mjög góður vöxtur var á mörkuðum félagins í Rússlandi, Úkraínu og fyrrum Sovétlýðveldum, auk Tyrklands. Sala til þriðja aðila var hinsvegar undir væntingum félagsins á öðrum ársfjórðungi og var innri vöxtur sviðsins neikvæður um 13,8%. Helstu ástæður fyrir lægri tekjum sviðsins eru m.a. afhendingarvandamál í verksmiðju félagsins á Íslandi vegna flókinnar framleiðslu á nýjum lyfjum sem sett voru á markað í maí og júní. Innri vöxtur samstæðunnar var því neikvæður um 6,8%
Rekstrargjöld

Rekstrargjöld á fjórðungnum námu 105,4 milljónum evra og jukust því um 21,3% milli tímabila (2F 2004: 86,9 milljónir evra). Fyrir fyrstu sex mánuði ársins námu rekstrargjöld 188,3 milljónum evra (1H 2004: 185,5 milljónir evra). Kostnaðarverð seldra vara nam 63,1 milljónum evra (2F 2004: 53,0 milljónir evra) og jókst um 19,1% milli ára vegna breytinga í samsetningu lyfja og var 51,7% af heildartekjum. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam kostnaðarverðið 113,6 milljónum evra (1H 2004: 118,4 milljónum evra) eða 50,8% af veltu. Sölu og markaðsskostnaður nam 20,7 milljónum evra (2F 2004: 14,2 milljónir evra) og jókst um 45,5% en á fyrstu sex mánuðum ársins nam hann 34,8 milljónum evra (1H 2004: 28,4 milljónir evra), sem nemur um 15,6% af veltu. Búist er við að sölu og markaðskostnaður sem hlutfall af veltu muni lækka á seinni hluta ársins þar sem hluti af því markaðsstarfi sem unnið var á öðrum ársfjórðungi mun skila sér á seinni hluta ársins.

Þá nam gjaldfærður þróunarkostnaður 9,5 milljónum evra á fjórðungnum og jókst um . Þróunarkostnaður var eilítið hærri á 2F en 1F sem endurspeglar aukinn fjölda þróunarverkefna. Þá voru 5,1 milljónir evra (2F 2004: 4,3 milljónir evra) eignfærðar þar til viðbótar vegna þróunarvinnu og 9,0 milljónir á fyrri helmingi ársins (1H 2004: 8,4 milljónir evra).

EBITDA

Hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (?EBITDA") var 23,4 milljónir evra (2F 2004: 24,7 miljónir evra) eða 19,2% í hlutfalli af rekstrartekjum. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam EBITDA 48,0 milljónum evra (1H 2004: 59,8 milljónir evra) eða 21,5% í hlutfalli af tekjum. Nokkrar ástæður liggja að baki lægri EBITDA framlegð. Í fyrsta lagi var talsverð verðlækkun í Tyrklandi sem nam 8,8% þann 15.júlí en áður var búið að lækka verð á markaðnum í byrjun árs. Í öðru lagi voru mun færri ný lyf sett á markað á fyrri helmingi ársins en á þeim seinni, sem skila sér í lægri framlegð. Þetta varð til þess að Fako í Tyrklandi, varð að lækka verð til heildsala í júní um 2,6 milljónir evra sem hefur bein áhrif á EBITDA tímabilsins. Þess má geta að Fako sýndi mikinn vöxt en vegna verðlækkana skilaði fyrirtækið mun lægri framlegð en búist var við. Í þriðja lagi var talsvert hærri sölu og markaðskostnaður en síðustu ársfjórðunga sem skýrist af aukinni áherslu á sölu og markaðsstarf í Tyrklandi og Rússlandi sem skilaði sér vel í auknum vexti á þeim mörkuðum.

Þrátt fyrir lægri framlegð á fyrri helmingi ársins en búist var við, eru það væntingar stjórnenda félagsins að framlegðarhlutfallið muni aukast verulega á seinni helmingi ársins, sérstaklega á fjórða ársfjórðungi. Það sem helst styður aukið framlegðarhlutfall er tilkoma Amide í samstæðuna, sem er að skila mjög góðri framlegð á fyrri hluta ársins, aukin sala til þriðja aðila og vöxtur í sölu vara í eigin vörumerkjum. Fyrir árið í heild sinni, er áætlað að framlegðarhlutfallið verði um 26% af veltu.

Skattar

Gjaldfærður tekjuskattur nam 4,8 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi 2005 og var virkur skattur 29,8%. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam gjaldfærður tekjuskattar 5,4 milljónum evra og virkt skatthlutfall var 19,4%. Aukningu í skatthlutfalli má skýra að mestu leiti með góðri afkomu Fako í Tyrklandi, þar sem fyrirtækjaskattur er 37%. Virkur skattur lækkar vegna eignfærslu á tekjuskatti á Möltu að fjárhæð 2,5 milljónir evra á tímabilinu. Eignfærslan er vegna skattafsláttar sem fyrirtæki á Möltu fá vegna fjárfestinga og greiddra launa. Skatteignin kemur ekki til greiðslu heldur til lækkunar á framtíðar greiðslu skatta. Virkt skatthlutfall samtæðunnar, án tillits til skattaafsláttarins á Möltu er 28,3% fyrir fyrstu sex mánuði ársins.

Hagnaður

Hagnaður fyrir skatta nam 16,1 milljónum evra á öðrum fjórðungi (2F 2004: 12,2 milljónir evra) en á fyrstu sex mánuðum ársins nam hagnaðurinn 27,8 milljónum evra (1H 2004: 39,9 milljónir evra). Hagnaður eftir skatta var 11,3 miljónir evra (2F 2004: hagnaður 10,1 milljónir evra), sem er undir væntingum félagsins. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam hagnaður eftir skatta 22,4 milljónum evra (1H 2004 31,9 milljónir evra). Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 12,0% borið saman við 27,5% árið 2004.

Hagnaður á hvern hlut að teknu tilliti til skatta var 0,00725 (1H 2004: 0,01110) á fyrri helmingi ársins og minnkaði því um 34,7%.

Sjóðsstreymi

Handbært fé frá rekstri Actavis var 28,8 milljónum evra á fjórðungnum (2F 2004: 13,1 milljónir evra) og á fyrri helmingi ársins nam handbært fé 53,6 milljónum evra (1H 2004: 42,8 milljónir evra). Handbært fé sem hlutfall af rekstrarhagnaði er 0,79.

Fjárfestingahreyfingar

Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu 21,9 milljónum evra, sem samsvarar 18,0% af tekjum. Fjárfestingar í öðrum félögum náum um 3,6 milljónum evra, fjárfestingar í þróunarverkefnum um 5,1 milljónum og fjárfestingar í fastafjármunum 12,6 milljónum evra.

Almennt um tekjusvið Actavis

Eftir kaup Actavis á Amide í Bandaríkjunum verða þrjú tekjusvið hjá félaginu, og eru þau eftirfarandi: Sala á eigin vörumerkjum, Sala til þriðja aðila og Norður Ameríkusvið.

Eigin vörumerki sér um sölu á lyfjum sem þróuð eru af Actavis og lyfjum þar sem félagið kaupir lyfjahugvitið. Helstu markaðir eru: Tyrkland, Búlgaría, Rússland, Serbía og Norðurlöndin.

Sala til þriðja aðila er sala lyfjahugvits og fullunninnar vöru frá Actavis til lyfjafyrirtækja sem síðan selja lyfin undir eigin vörumerkjum. Helstu markaðir eru Þýskaland, Austurríki, Bretland og Holland.

Norður Ameríkusvið er sala á eigin vörumerkjum á Bandaríkjamarkaði. Sviðið mun koma inn í uppgjör félagsins frá byrjun júlí. Í lok júní fékk Actavis samþykki bandarískra samkeppnisyfirvalda fyrir samningnum og var gengið frá uppgjöri kaupsamningsins í framhaldinu.

Eigin vörumerki ? 61,4% af heildartekjum

Heildarsala eigin vörumerkja á öðrum ársfjórðungi nam 73,2 milljónum evra eða 60,0% af heildartekjum (2F 2004: 57,2 milljónir evra) og jukust því um 27,9%. Á fyrri helmingi ársins nam sala sviðsins um 137,4 milljónum evra (2F 2004: 112,8 milljónir evra). Áhersla var lögð á markaðsetningu nýrra lyfja og samþættingu nýrra markaðsfyrirtækja í samstæðuna. Mjög góður vöxtur var á mörkuðum sviðsins í Rússlandi, Úkraínu og fyrrum Sovétlýðveldunum, til viðbótar við góðan vöxt í Tyrklandi. Þá hefur starfsemi Biovena í Póllandi verið samþætt við sviðið og samþætting við fyrirtækin í Tékklandi og Slóvakíu er í gangi.

Tyrkland ? 39% af tekjum sviðsins

Sala í Tyrklandi jókst um 54,0% milli fjórðunga frá árinu 2004 og var 30,0 milljónir evra (2F 2004: 19,5 milljónir evra). Á fyrri hluta ársins nam salan ,53,1 milljónum evra (1H 2004: 38,7 milljónir evra). Aukningin kemur að mestu leiti til af auknu sölumagni en verðlækkanir drógu þó úr annars mjög góðum vexti. Þess ber einnig að geta að verðlækkanir höfðu veruleg áhrif á framlegð Fako, sem skilaði sér í síðan í lægri framlegð samstæðunnar. Þann 1.janúar 2005, tók gildi verðlækkun á markaðnum sem síðan var aukin aftur þann 15.júlí sl. um 8,8%. Búast má við að framlegð á markaðnum lækki en áfram er útlit fyrir góðan vöxt, ásamt því að félagið mun markaðssetja nokkur ný lyf á næstu misserum sem mun styðja við framlegðina. Söluhæstu lyfin í Tyrklandi á fyrri helmingi ársuins eru sýklalyfin Cravit, Oraceftin, Bioment og Alfasid.

Rússland, Úkraína og CIS ? 20% af tekjum sviðsins

Mjög góður vöxtur var á markaðssvæðinu og nokkuð umfram væntingar félagsins. Heildarsala var 27,1 milljónir evra (2F 2004: 20,5 milljónir evra) sem er 32,3% aukning milli ára sem skýrist að mestu leita af góðum vexti í Rússlandi og Úkraínu. Á fyrri hluta ársins námu tekjur svæðisins um 14,8 milljónum evra (1H 2004: 11,7 milljónir evra). Söluhæstu lyfin voru Troxevasin, Phezam and Almagel. Jákvæðan vöxt á markaðssvæðinu má skýra með árangursríku markaðsstarfi og aukinni eftirspurn á helstu lyfjum. Á fyrri helmingi ársins voru markaðssett tvö lyf og búist er við að átta lyf til viðbótar verða markaðsett á seinni helmingi ársins á svæðinu.

Búlgaría ? 18% af tekjum sviðsins

Sala jókst um 8,4% á fjórðungnum og var 12,4 milljónir evra (2F 2004 11,4 milljónir evra). Á fyrri helmingi ársins voru tekjur um 24,9 milljónir evra (1H 2004: 23,7 milljónir evra). Vöxtinn má að mestu skýra af aukinni eftirspurn frá sjúkrastofnunum, góðu markaðsstarfi og góðum samningum við lykilviðskiptavini. Tvö lyf voru markaðsett á fjórðungnum og búist er við að sjö ný lyf verði markaðssett seinni hluta ársins.

Sterk vörulína fyrirtækisins í hjartalyfjum skilaði mestum tekjum, en hún inniheldur meðal annars Enalapril Hydrochlorthiazid (Hjartalyf) og Piracetam.

Serbía og Svartfjallaland ? 10% af tekjum sviðsins

Heildarsala var 6,4 milljónir evra og eykst sala um 62,5% frá fyrra ári (2F 2004: 4,0 milljónir evra). Á fyrri helmingi ársins nam salan 13,2 milljónum evra (1H 2004: 11,3 milljónir evra). Söluhæstu lyfin voru Enalapril (Hjartalyf), Ranitidin og Omepraxole.

Norðurlönd ? 11% af tekjum sviðsins

Sala á öðrum ársfjórðungi nam 9,1 milljónum evra og dróst því um 2,4% frá fyrra ári (2F 2004: 9,3 milljónir evra). Á síðari helmingi ársins nam salan 15,5 milljónir evra (1H 2004: 15,6 milljónir evra). Hörð samkeppni og þrýstingur á verð frá frumlyfjafyrirtækjum og innflytjendum hamlar vexti á markaðnum. Rekstrarniðurstaða var undir væntingum stjórnenda vegna mikillrar samkeppni og aðgerða yfirvalda til lækkunar lyfjaverðs.

Næstu misseri

Áhersla verður lögð á áframhaldandi vöxt sviðsins og öflugri skráningu lyfja á nýja markaði. Samþætting við ný dótturfélög í Tékklandi, Slóvakíu er í gangi. Áfram er horft til mið- og austur Evrópu með sókn á nýja markaði. Þá eru horfur til áframhaldandi vaxtar sviðsins fyrir seinni helming ársins góðar.

Sala til þriðja aðila 27% af heildar sölutekjum

Heildarsala á öðrum ársfjórðungi nam 33,3 milljónum evra sem nemur 27,3% af heildartekjum samstæðunnar og er lækkun um 13,8% frá öðrum ársfjórðungi fyrra árs (2F 2004: 38,6 milljónir evra). Á fyrri hluta ársins námu tekjur sviðsins 61,1 milljónum evra (1H 2004: 97,7 milljónir evra) eða 27,3% af tekjum samstæðunnar. Árangur sviðsins var undir væntingum félagsins og helstu ástæður eru þær að ekki tókst að afhenda talsverðan hluta af vörum til helstu viðskiptavina sviðsins frá verksmiðju félagsins á Íslandi m.a. vegna flókinna verkefna í framleiðslu og markaðssetningu nýrra lyfja á fjórðungnum. Árið 2004 var óvenju gott í sögu sviðsins vegna markaðssetningar á Ramipril í þrem lyfjaformum á fyrri helmingi ársins.

Fjórar nýjar vörur fóru á markað á öðrum ársfjórðungi: Lamotrigine í tvem lyfjaformum, Benazepril töflur og Fosinopril töflur í lok júní. Bæði lyfjaformin af Lamotrigine náðu á lista yfir 10 söluhæstu lyf sviðsins á fyrri helmingi ársins, þótt búast megi við að þau nái ekki að halda stöðu sinni þar fyrir allt árið.

Sala í Þýskalandi jókst um hátt í 40% frá fyrsta ársfjórðungi og þá hefur staða á Bretlandsmarkaði einnig batnað töluvert á tímabilinu. Þá var hollenski markaðurinn mikilvægur á ársfjórðungnum, en hann er stærsti markaðurinn fyrir Fosinopril.

Sala til þriðja aðila samanstendur af sölu á lyfjahugviti og sölu fullunninna vara til þriðja aðila (lyfjafyrirtækja).

Þýskaland ? 36% af tekjum sviðsins

Sala í Þýskalandi nam 11,9 milljónum evra og dróst saman um 23,6% milli ára (2F 2004: 15,6 milljónir evra). Salan á fyrri helmingi ársins nam 20,4 milljónum (1H 2004: 48,9 milljónir evra), sem má að mestu skýra með seinkunum á afhendingum frá verksmiðjunni á Íslandi.

Sala á fyrsta árshelmingi dróst saman um um 58,4% í samanburði við fyrsta árshelming 2004. Lamotrigin lyfin tvö, Citalopram, Ciprofloxacin og Ramipril töflur voru söluhæstu lyfin. Eins og búist var við þá dróst sala á Lisinopril saman, en það hefur verið ein mikilvægasta varan á þessum markaði. Þetta kemur að mestu leiti til af því að nú eru liðin fimm ár frá því að varan var sett á markað og afhendingarsamningar við marga stóra viðskiptavini því útrunnir.

Austurríki ? 6% af tekjum sviðsins

Sala í Austuríki nam 0,8 milljónum evra á örðum ársfjórðungi og dróst saman/jókst um 60,8% milli ára (2F 2004: 2,1 milljónir evra). Salan á fyrri helmingi ársins nam 3,6 milljónum (1H 2004: 3,4 milljónir evra). Sala til Austurríkis dróst saman í kjölfar minnkandi sölu á Citalopram fyrir alþjóðlega dreifingu. Austurríkismarkaður hefur undanfarið verið að sýna mjög góðan vöxt og voru Lamotrigine töflur sem fóru á markað í maí söluhæsta lyfið.

Holland ? 8% af tekjum sviðsins

Sala í Hollandi nam 2,2 milljónum evra og dróst saman um 37,8% milli ára (2F 2004: 3,6 milljónir evra). Þá nam sala á fyrri helmingi ársins 4,8 milljónum (1H 2004: 6,9 milljónir evra). Mest selda lyfið var Citalopram, þá Ciprofloxacin fyrir alþjóðlega dreifingu og loks Fosinopril, en Holland er mikilvægasti markaðurinn fyrir Fosinopril. Samdráttur í sölu skýrist aðallega af afhendingartöfum frá Íslensku verksmiðjunni.

Spánn ? 6% af tekjum sviðsins

Sala á Spáni nam 1,5 milljónum evra og dróst saman um 28,0% milli ára (2F 2004: 2,1 milljónir evra). þá nam sala á fyrri helmingi ársins 3,4 milljónum (1H 2004: 3,7 milljónir evra). Lægri sala á 2F í samanburði við 1F skýrist að hluta af því að Setraline, mest selda lyfið á Spáni fór á markað á fyrsta ársfjórðungi. Sertraline er enn mest selda lyfið, en næst koma Paroxetine og Enalapril.

Frakkland ? 4% af tekjum sviðsins

Sala í Frakklandi nam 1,0 milljónum evra á 2F og jókst um 31,2% milli ára (2F 2004: 0,8 milljónir evra). Þá nam salan á fyrri helmingi ársins 2,4 milljónum evra (1H 2004: 2,0 milljónir evra). Mest selda lyfið á Frakklandsmarkaði á fyrri helmingi ársins var Paroxetine, sem var sett á markað á fyrsta ársfjórðungi, þá Ciprofloxacin, Enalapril og Citalopram.

Bretland ? 9% af tekjum sviðsins

Sala í Bretlandi nam 4,4 milljónum evra og jókst um 0,2% milli ára (2F 2004: 4,4 milljónir evra). Salan á fyrri helmingi ársins nam 5,2 milljónum (1H 2004: 12,5 milljónir evra). Jákvæð þróun hefur verið á markaðnum síðustu mánuði eftir hæga sölu í upphafi ársins og sala á öðrum ársfjórðungi jókst fimmfalt miðað við þann fyrsta. Söluhæst voru Citalopram, Lamotrigine töflur, Ramipril hylki og Paroxetine.

Sala á lyfjahugviti

Sala á lyfjahugviti var í takt við væntingar félagsins, með Ramipril töflur, Benazepril HCT, Ramipril hylki, Terbinafine og Fosinopril sem söluhæstu vörurnar.

Næstu misseri

Búist er við að sala á seinni helmingi ársins verði betri en sala á fyrri helmingi ársins, en sviðið áætlar að sala fyrir árið í heild verði lægri en á árinu 2004. Árið 2004 var óvenjulegt fyrir sviðið, meðal annars vegna þess að stærsta lyf sviðsins Ramipril í þrem lyfjaformum var sett á markað á árinu. Eitt nýtt lyf mun fara á markað í ágúst og væntanlega fjögur á fjórða ársfjórðungi. Sviðið heldur hárri markaðshlutdeild sinni fyrir Citalopram, söluhæsta lyfinu en þrýstingur á verð mun halda áfram að vera mikill vegna mikillar samkeppni.

Þróunarstarf

Samstæðan hefur í dag 445 vörur á alþjóðlegum mörkuðum sínum til viðbótar við 67 vörur á Bandaríkjamarkaði (Amide).

Að meðtöldum lyfjum Amide hefur samstæðan 97 lyf[2] í þróunar til viðbótar við 32 lyf sem eru í skráningum, samtals 129 lyf. Þessi fjöldi lyfja gefur góða vísbendingu um þann mikla fjölda lyfja sem væntanlegur er á markaði Actavis í náinni framtíð.

Lyf á markað[3]

Þrjú ný lyf fóru á markað á fyrsta helmingi ársins 2005. Fyrirtækið áætlar að setja níu ný lyf á markað á seinni helmingi ársins. Þar af eru fjórar nýjar vörur fyrir Norður Ameríku.

Fyrirtækið setti alls 49 eldri lyf á nýjan markað[4]á nýjan markað á fyrri helmingi ársins, níu í hjá Sölu til þriðja-aðila og 40 hjá Sölu í eigin vörumerkjum.

Umsóknir um markaðsleyfi

Fyrirtækið fékk alls 89 samþykktar umsóknir um markaðsleyfi fyrir lyf á nýjan markað fyrir markaði Evrópusambandsins og 14 fyrir aðra markaði Evrópu á fyrri helmingi ársins.

Alls voru 270 umsóknir um markaðsleyfi lagðar inn fyrir markaði Evrópusambandsins og 35 fyrir aðra markaði Evrópu á tímabilinu.

277 skráningar voru í gangi í lok tímabilsins fyrir markaði
Kaup á lyfjahugviti

Fyrirtækið gekk frá kaupum á lyfjahugviti fyrir átta lyf fyrir markaði Evrópusambandsins á fyrri helmingi ársins.

Framtíðarhorfur

Til viðbótar við öflugan ytri vöxt með það að markmiði að leiða samþjöppun fyrirtækja á samheitalyfjamarkaði, er það stefna Actavis að viðhalda áframhaldandi innri vexti og góðu framlegðarhlutfalli með öflugu þróunarstarfi, sókn á nýja markað og með öflugri skráningu nýrra samheitalyfja.

Þrátt fyrir að EBITDA og hagnaður fyrir skatta var lægri á öðrum ársfjórðungi en þeim fyrsta, þá er búist við mun betri afkomu á seinni helmingi ársins með góðum vexti eigin vörumerkja og auknum tekjum hjá Sölu til þriðja aðila. Þá mun Norður-Ameríkusvið félagsins (Amide Pharmaceuticals Inc.) verða hluti af samstæðuuppgjöri félagsins frá og með byrjun júlí og er búist við að það muni styðja verulega við tekjuaukningu og EBITDA framlegð félagsins. Afkoma Amide á fyrri hluta ársins 2005, fór verulega fram úr væntingum félagsins og búist er við að afkoma á seinni helmingi ársins verði einnig góð, með áætlaðri EBITDA framlegð að lágmarki 45% fyrir árið í heild. Búist er við að sala á eigin vörumerkjum sýni áfram milli ára þrátt fyrir góðan vöxt á seinni hluta ársins, en reikna má með að sala til þriðja aðila dragist saman í samanburði við fyrra ár. Fyrirtækið væntir þess að þriðji ársfjórðungur verði sterkur fyrir samstæðuna með bættri framlegð og fjórði ársfjórðungur verði sá besti á árinu.