Hagnaður íþróttavöruframleiðandans Adidas dróst saman um 97% milli ára á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Hagnaðurinn á tímabilinu nam 5 milljónum evra samanborið við 169 milljónir evra á sama tíma í fyrra.

Salan dróst saman um 6% milli ára en hækkandi hrávöru- og launakostnaður sliga félagið nú og má helst rekja minnkandi hagnað til þessa tveggja þátta.

Í tilkynningu frá Adidas í dag kemur fram að til standi að loka einhverjum skrifstofum og verslunum en ekki hefur verið ákveðið hvaða stöðum verði lokað. Þó kemur fram að með því að loka skrifstofum og verslunum í Evrópu og Asíu geti félagið sparað um 100 milljónir evra árlega.

Adidas er næst stærsti íþróttavöruframleiðandi  heims á eftir Nike.