Hagnaður lögaðila með takmarkaða ábyrgð eigenda, þ.e. hlutafélaga og einkahlutafélaga, af hlutabréfasölu verður frádráttarbær frá tekjum með sama hætti og greiðslur arðs, ef nýtt frumvarp til breytingar á lögum um tekjuskatt, sem nú er til meðferðar hjá Alþingi.

Samhliða því verður heimild til frestunar á skattlagningu söluhagnaðar felld brott.

Í frumvarpinu er lagt til frádráttarbærni rekstrarkostnaðar verði takmörkuð á því ári sem skattfrjáls hagnaður af sölu hlutabréfa myndast eða er færður til tekna hjá viðkomandi lögaðila.

Þá myndar tap umfram hagnað af sölu hlutabréfa innan ársins ekki frádráttarbæran rekstrarkostnað. Sé til staðar yfirfæranlegt rekstrartap vegna fyrri ára þarf einnig að nýta það á móti hagnaði af sölu hlutabréfa og sama á við um yfirfæranlegt rekstrartap á söluári.