Greiningardeild Landsbankans setur umfang á þeim mikla hagnaði sem Landsbankinn fær vegna sölu á sænska fjárfestingarbankanum Carnegie sem og mikinn hagnað af sölu FL Group á breska lággjaldaflugfélaginu easyJet í nokkuð skemmtilegt samhengi, loðnuveiðar .

Tilkynnt var um sölu Landsbankans á hlut sínum í Carnegie í gær og FL Group tilkynnti um söluna á easyJet þann 5. apríl síðastliðinn.

Greiningardeildin segir að Landsbankinn hagnist um tíu milljarða vegna sölunnar á Carnegie en það samsvari heildartekjum af loðnuveiðum á síðasta ári og þegar tekið er tillit til kostnaðar af veiðunum má reiknað með að hagnaður af fjárfestingunni kunni að vera jafnt og tvær til þrjár loðnuvertíðir.

Hagnaður FL Group af sölunni á easyJet nam þréttan milljörðum króna. Afrakstur af þessum tveimur fjárfestingum nemur því um 23 milljörðum króna og svarar því til þess sem íslenskt þjóðarbú ber úr býtum af loðnuveiðum í sex ár, segir greiningardeild Landsbankans.