Air France tilkynnti í gær að hagnaður fyrirtækisins hefði þrefaldast á þriðja ársfjórðungi þess, sem stóð frá 1. október til 31. desember 2006. Enda þótt eldsneytisverð hefði verið hærra en á sama tímabili í fyrra, þá skilaði sú gríðarmikla aukning sem varð í farþegafjölda þessari góðu afkomu.

Hagnaður Air France á ársfjórðungnum nam 229 milljónum evra, samanborið við 77 milljónir evra á sama tímabili í fyrra og var mun meiri heldur en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir, en meðatali spáðu þeir hagnaði upp á 140 milljónir evra.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segist það gera ráð fyrir að koma út á sléttu þegar næsta ársfjórðungsuppgjör verður birt, en það á von á eldsneytisreikningi upp á 1,02 milljarði evra.