Hagnaður Alcoa á öðrum ársfjórðungi er sá mesti í sögu fyrirtækisins. Ástæðan er rakin til hærra álverðs en verið hefur síðustu misseri og aukinnar eftirspurnar eftir málmum, segir greiningardeild Landsbankans.

Hagnaðurinn nam 744 milljónum bandaríkja dollara (56 milljarðar króna) eða 0,85 dollara á hlut sem er aukning um 62% frá sama tímabili fyrir ári.

?Niðurstaðan er engu að síður örlítið undir væntingum, en meðalafkomuspá greiningaraðila var 0,86 dollarar á hlut. Fram kom í máli forstjóra Alcoa, Alain Belda, að félagið myndi ekki endurtaka á næstunni methagnað liðins fjórðungs," segir greiningardeildin.

Uppgjörið hefur haft áhrif á hlutabréf verið þess. ?Hlutabréf Alcoa hafa fallið um 4,48% það sem af er degi í NYSE og stendur nú í 31,88 USD á hlut. Áður en uppgjörið var birt hækkuðu hlutabréfin um 0,4% í New York sem endurspeglaði vonir aðila um hagnað yfir væntingum, sem ekki varð af," segir greiningardeildin.

Hlutabréfaverð Alcoa var í hæstu hæðum um miðjan maí síðastliðinn er álverð var sem hæst og sögusagnir gengu kaupum og sölum um að félagið væri vænlegt til yfirtöku. ?Alain Belda sagði hins vegar í gær að enginn hefði enn haft samband við fyrirtækið út af mögulegri yfirtöku," segir greiningardeildin.