Samkvæmt uppgjöri Alfesca fyrir fyrstu níu mánuði fjárhagsársins er hagnaður félagsin 960 milljónir króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 2,8 milljörðum. Alfesca styðst við fjárhagsár sem hefst 1. júlí.

Sala á þriðja ársfjórðungi nam 126,6 milljónum evra sem er 11,4 % aukning frá síðasta ári. Sala síðustu níu mánaða nam samtals 475,7 milljónum evra sem er 7,6 prósent aukning frá árinu á undan.

Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) á þriðja ársfjórðungi nam 486 milljónum króna þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður.

Hækkandi hráefnisverð hefur gert markaðsaðstæður erfiðar fyrir Alfesca og haft áhrif á söluna undanfarið.

Þrátt fyrir það er rekstrarafkoman góð, framhald varð á góðri afkomu Lyons Seafoods í Bretlandi og Sala Farne í Skolandi var góð og batnar enn vegna bættrar framleiðni í kjölfar fjáfestinga undanfarinna missera. Þá jókst markaðshlutdeild Blini á franska markaðnum í 32%. Lokið var við fyrsta áfanga fullkominnar 3.000 fm verksmiðju Lyons Seafoods og flutningi á framleiðslu félagsins og skrifstofu undir eitt þak.


Jakob Sigurðsson, forstjóri Alfesca sagði að félagið mun áfram njóta góðs af framleiðniaukningu og kostnaðareftirliti sem leggur grunninn að bættum rekstri. "Þessi grundvöllur starfseminnar ásamt vöruþróun og áætlun um frekari vöxt rennir styrkum stoðum undir rekstur félagsins" segir Jakob.