Hagnaður Alfesca nam 1,3 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi, sem er 50% hækkun, og 18,9 milljónir evrum fyrstu 9 mánuði ársins, sem er 51% aukning milli ára. EBITDA nam 7,2 milljónum evra sem er 28,6% aukning milli ára, og 45,5 milljónum evra fyrir fyrstu 9 mánuði ársins sem er 21.7% hækkun milli ára að því er kemur fram í frétt fyrirtækisins.

Að auki skilaði Adrimex 12,8 milljóna evra sölu og 582 þúsund evra EBITDA.

Nettósala nam 125,7 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi, sem er aukning um 12,8%. Nettósala nam 472,6 milljónum evra fyrstu níu mánuði ársins, sem er 8% hækkun frá sama tíma í fyrra. Hráefnisverð á laxi var stöðugt.

Kaup á Le Traiteur Grec sem er leiðandi fyrirtæki á sviði grænmetissmurrétta í Frakklandi var liður í uppbyggingu félagsins..

Unnið er að endurfjármögnun á hagstæðari kjörum sem ljúka mun á fjórða ársfjórðungi. Samþætting Adrimex við reksturinn gengur samkvæmt áætlun og fjárfestingaráætlun er tilbúin.  Mikil vinna er í gangi vegna nýjunga fyrir jólavertíðina.


Xavier Govare, forstjóri Alfesca, segir um afkomuna í tilkynningu: ?Afkoma á þriðja ársfjórðungi er einkar ánægjuleg og sýnir að viðskiptamódel Alfesca er rétt og virkar vel. Sala félagsins heldur áfram að aukast og hefur salan um páskana mikið að segja. Félagið skilar hagnaði sem jókst um 36% miðað við núverandi starfsemi (like-for-like basis). Við höldum áfram með áætlanir um uppbyggingu kjarnastarfsemi félagsins og erum ánægð að geta tilkynnt um kaup á Le Traiteur Grec, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði grænmetissmurrétta í Frakklandi en kaupin munu styrkja lykilstoð í starfseminni. Þessi kaup eru mikilvæg og stefnumarkandi þar sem rekstur Blini og Le Traiteur Grec fellur vel hvor að öðrum og sameinuð munu þessi fyrirtæki styrkja stöðu Alfesca á þessum lykilmarkaði. Þessi kaup munu einnig staðfesta forystuhlutverk Blini á þessum markaði sem óx um rúm 15% á síðasta ári með tilliti til selds magns. Auk þessa gengur samþætting Adrimex við rekstur félagsins vel og er áhersla lögð á að endurnýja framleiðslubúnað, auka skilvirkni og þróa nýja vörulínu undir merkjum Labeyrie og Delpierre. Það er með ánægju að við getum sagt að starfsemi allra félaga Alfesca gengur vel og við erum sannfærð um að þau munu skila góðri afkomu á síðasta ársfjórðungi.?