Hagnaður netverslunarinnar Amazon var mun meiri en spár gerðu ráð fyrir. Amazon hefur staðið í verðlækkunum til þess að laða að kaupendur og hefur það haft jákvæð áhrif.

Hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi tvöfaldaðist og nam hann 158 milljónum Bandaríkjadala. Það er mun meira er væntingar stóðu til, en annar ársfjórðungur er venjulega veikastur.

Sala á bókum, geisladiskum og DVD-diskum jókst um 31 prósent og sala á raftækjum öðrum varningi jókst um heil 58 prósent.

Fréttavefur BBC greinir frá þessu.

Greinendur segja Amazon m.a. hagnast á háu olíverði en það sé þess valdandi að fólk sé líklegra til að versla í gegnum netið.