Hagnaður Atorku á fyrstu níu mánuðum ársins var 641 milljónir kr. samanborið við 2.472 milljónir kr. fyrstu níu mánuði ársins 2004. Hagnaður Atorku á þriðja ársfjórðungi 2005 var 224 milljónir kr. samanborið við 751 milljón króna á þriðja ársfjórðungi 2004. Arðsemi eigin fjár var 10,97% á ársgrundvelli sem er undir langtíma arðsemiskröfu félagsins.

Heildareignir Atorku námu 18,6 milljörðum í lok september. Eigið fé Atorku var 8,43 milljarðar króna í lok september en var 8,97 milljarðar í ársbyrjun. Lækkunin skýrist af kaupum á eigin bréfum og greiðslu arðs á fyrri helmingi árs samtals að fjárhæð 1.174 milljónum kr. Horfur fyrir fjórða ársfjórðung eru góðar og eru stjórn og stjórnendur félagsins bjartsýn á rekstur félagsins segir í tilkynningu til Kauphallarinnar