Hreinar fjármunatekjur Atorku Group á fjórða ársfjórðungi námu 1.720 milljónum króna sem er langt yfir væntingum Greiningardeildar Landsbankans en spá þeirra gerði ráð fyrir 827 milljóna króna tekjum á fjórðungnum.

Spáskekkjan byggir að lang mestu leyti á uppfærslu á óskráðum eignum, liður sem mjög erfitt er að spá fyrir um segir í Vegvísi greiningardeildarinnar. Hagnaður eftir skatta á sama tímabili nam 1.312 milljónum króna en Landsbankinn spáði 539 milljóna króna hagnaði.