Hagnaður Bakkavör Group hf. eftir skatta nam 9,5 milljörðum króna (67,6 milljónir punda) á árinu, sem er 111% aukning, og 4,6 milljörðum króna (32,8 milljónir punda) á fjórða ársfjórðungi, sem er 191% aukning, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Bakkavör Group hf. skilaði 9,4 milljarða króna hagnaði fyrir skatta á árinu 2006 og á fjórða ársfjórðungi nam hagnaður fyrir skatta 2,9 milljörðum króna.

Sala félagsins á árinu nam 171,9 milljörðum króna og 46,4 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi.

Rekstrarhagnaður nam 16,1 milljarði króna á árinu og 4,3 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi.

Hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir (EBITDA) jókst um 72% á árinu og nam 20,8 milljörðum króna. Þá nam EBITDA á fjórða ársfjórðungi 5,5 milljörðum króna, sem er 38% aukning.

Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti nam 23,3 milljörðum króna og frjálst fjárflæði frá rekstri var 13,2 milljarðar króna.

Hagnaður á hlut var 3,4 pens á árinu 2006 og jókst um 74% miðað við árið 2005. Arðsemi eigin fjár var 37% á árinu samanborið við 30% á árinu 2005.

!Við erum ánægð með góða afkomu á árinu 2006. Við styrktum stöðu okkar í lykilvöruflokkum í Bretlandi með fjórum yfirtökum á árinu og bættum rekstur fyrirtækisins á meginlandi Evrópu. Ennfremur stigum við okkar fyrstu skref í Asíu með kaupum á hlut í kínversku salatfyrirtæki," segir Ágúst Gudmundsson, forstjóri Bakkavarar.

"Áhersla var lögð á frekari samþættingu framleiðslueininga félagsins á árinu og nýtingu samlegðaráhrifa til að auka skilvirkni og arðsemi. Árið 2007 verður ekki síður spennandi ? við munum styrkja stöðu okkar enn frekar í Bretlandi og nýta okkur hagstæða þróun matvælamarkaðarins á meginlandi Evrópu. Einnig munum halda áfram að leita tækifæra í Asíu, en þar eru spennandi tímar og mikil gróska á matvælamörkuðum,? segir Ágúst.