Bakkavör Group birt í dag fyrsta ársfjórðungsuppgjör sitt. Hagnaður eftir skatta nam 715 milljónum króna og er það 37% aukning frá sama tímabili árið 2005.

Rekstrarhagnaður nam 2,3 milljörðum króna á ársfjórðunginum og jókst um 159%. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði jókst um 236% frá sama tímabili í fyrra og nam 3,4 milljörðum króna.

Hagnaður á hlut var 0,36 pens og jókst um 37% miðað við sama tímabil í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 18,1% samanborið við 18,8% á sama tímabili 2005.

Eiginfjárhlutfall félagsins var 14,0% á ársfjórðunginum miðað við 12,4% í árslok 2005