Bakkavör Group hf skilaði 6 milljarða króna hagnaði fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins en á þriðja ársfjórðungi nam hagnaðurinn 2,4 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri félagins fyrir þriðja ársfjórðung 2006.

Hagnaður eftir skatta það sem af er ári er 4,6 milljarðar sem er 68% aukning frá því fyrir ári síðan. Hagnaður eftir skatta á þriðja ársfjórðung nemur 2 milljörðum og er það aukning um 53% frá þriðja ársfjórðungi fyrir ári síðan.

Sala félagsins fyrstu níu mánuði ársins nam 116,7 milljörðum króna og 43,6 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Rekstrarhagnaður nam 10,9 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðunum og 4,2 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði (EBITDA) nam 14,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðunum og jókst um 88% milli tímabila.

Þá nam EBITDA á þriðja ársfjórðungi 5,3 milljörðum króna, sem er 49% aukning. Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti nam 16,2 milljörðum króna og frjálst fjárflæði frá rekstri var 9,1 milljarður króna. Hagnaður á hlut var 1,8 pens á fyrstu níu mánuðum ársins og jókst um 44% miðað við sama tímabil í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 28,2% á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 28,3% á sama tímabili í fyrra.

Eiginfjárhlutfall nam 16,5% við lok þriðja ársfjórðungs samanborið við 12,4% í árslok 2005. Arðsemi eigin fjár nam 28,2% á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 28,3% á sama tímabili í fyrra

Ágúst Gudmundsson, forstjóri hafði þetta um uppgjörið að segja:

?Afkoma Bakkavör Group fyrstu níu mánuði ársins endurspeglar velgengni félagsins en tímabilið einkenndist af stöðugum vexti og áframhaldandi hagnaði. Afkoma félagsins í Kína er í takt við væntingar stjórnenda og við höldum áfram að leita áhugaverðra tækifæra í Asíu. Í dag kynnum við nýtt merki félagsins og um leið sameinast öll starfsemi okkar undir einu nafni, Bakkavör Group. Þetta endurspeglar styrk og einingu félagsins sem hefur aldrei verið betur í stakk búið til áframhaldandi vaxtar."