Hagnaður Bakkavarar á síðasta ári fyrir skatta var 2.016 milljónir króna sem jafngildir 20% aukningu frá fyrra ári. Vöxtur í undirliggjandi starfsemi var 18%. Hagnaður eftir skatta af reglulegri starfsemi var 1.548 milljónir króna sem jafngidlir 26% aukningu. Ákveðið hefur verið að byggja nýja verksmiðju í London, einnig verður fjármálaskrifstofa flutt frá Kaupmannahöfn til Íslands.

EBITDA var 2.928 milljónir króna -- 17% af rekstrartekjum og veltufé frá rekstri 2.195 milljónir króna

Meðal atburða síðasta árs var að skuldabréfaflokkur félagsins stækkaður um 6,5 milljarða króna. Félagið eignast 20,4% hlut í Geest PLC á fyrri hluta árs

Í desember náði félagið samkomulagi við stjórn Geest um verð og á grundvelli þess fékk Bakkavör Group leyfi til þess að framkvæma áreiðanleikakönnun á Geest. Gert er ráð fyrir að áreiðanleikakönnun verði lokið í febrúar.