Hagnaður breska bankans Barclays á fyrri helmingi þessa árs nam 1,72 milljörðum punda (um 265 milljarðar íslenskra króna) og dróst saman um 35% miðað við fyrri helming ársins 2007, þegar hagnaður var 2,63 milljarðar punda.

Barclays er þriðji stærsti banki Bretlands miðað við eignir.

Afskriftir Barclays á fyrri helmingi þessa árs námu 1,98 milljarði punda (305 milljarðar króna) og frá því lánsfjárkreppan hófst fyrir ári síðan hefur bankinn samtals afskrifað 3,61 milljarð punda.

Á síðustu 12 mánuðum hafa hlutabréf Barclays lækkað um 44%.