Hagnaður bandaríska fjárfestingabankans Bear Stearns drógst saman um 79% á fyrsta ársfjórðung þessa árs og afskriftir bankans voru um 600 milljón Bandaríkjadalir.

Bear Stearns, sem nýlega var keyptur af J.P. Morgan á hálfgerði brunaútsölu fyrir stuttu, hagnaðist um 115 milljón Bandaríkjadali eða um 8,5 milljarð ísl. króna. Það þýðir hagnaður upp á 86 cent á hvern hlut miðað við 3,82 dali í fyrra.

Tekjur Bear Stearns lækka um 40% milli ára og eru um 1,48 milljarður dala.

Eins og áður hefur komið fram var bankinn nýlega keyptur af öðrum fjárfestingabanka, J.P. Morgan en þó með aðstoð í formi lánveitingar bandaríska seðlabankans.

Tilboð J.P. Morgan hljómaði til að byrja með upp á 2 dali á hlut en eftir mikla gagnrýni um að tilboðið væri of lágt bauð bankinn 10 dali á hlut. Yfirtakan hefur ekki gengið eftir enn en fréttavefur Reuters greinir frá því að verið sé að vinna þá formlegu vinnu sem til þarf.

Hjá Bear Stearns starfa um 15 þúsund manns og segir Reuters að búast megi við einhverjum uppsögnum að lokinni yfirtöku.