Hagnaður Berkshire Hathaway dróst saman um 18% á fjórða ársfjórðung síðasta árs. Berkshire Hathaway er fjárfestingasjóður í eigu Warren Buffet.

Hagnaður sjóðsins nam 2,95 milljörðum dala eða 193 milljarðar ísl. króna. Hagnaður sjóðsins var 3,58 milljarðar dala á sama tíma árið áður eða 235 milljarðar ísl. króna. Þetta kemur fram á vef Financial Times.

Stendur ekki til að hætta þrátt fyrir háan aldur

Buffet sagði í árlegu bréfi sínu til hluthafa að hann hefði valið þrjá arftaka sína í starfi en sagði að nöfnin þeirra yrðu tilkynnt síðar. Hann tók fram að þeir myndu taka við kjósi Buffet sjálfur að stíga til hliðar eða þá að honum látnum, en Buffet sem er 77 ára gamall sagði að hann ætti nóg eftir til að vinna í nokkur ár í viðbót.

Þá gagnrýndi hann bæði stjórnvöld og eins stærstu fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna fyrir að bregðast ekki nógu vel við þeim vandamálum sem steðja að fjármálageiranum um þessar stundir.