Raftækja og afþreyingarverslunin Best Buy í Bandaríkjunum hagnaðist umfram væningar á fyrsta ársfjórðung og tilkynnti í morgun að gert væri ráð fyrir aukinni sölu á árinu. Hlutabréf í Best Buy hækkuðu um 8% þegar við opnum markaða.

Hagnaður félagins voru 737 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,71 dalir á hlut. Það samsvarar um 55,3 milljörðum íslenskra króna eða um 129 krónum á hlut. Þetta er hins vegar örlítið minni hagnaður en í fyrra þegar félagið hagnaðist um 763 milljón dalir.

Þetta er umfram væntingar en samkvæmt fréttavef Reuters var gert ráð fyrir 1,65 dala hagnaði á hlut. Sala á fyrsta ársfjórðung jókst um 4% og var um 13,4 milljarðar dala.

Þrátt fyrir að neysla fari hægt minnkandi í Bandaríkjunum vegna hækkunar olíuverðs og vandamála á fjármálamörkuðum gerir Best Buy ráð fyrir aukinni sölu og telur félagið að um 3-4% söluaukning verði á hverjum ársfjórðungi þessa árs.

Þá er gert ráð fyrir að Best Buy opni á milli 70-80 nýjar verslanir á árinu.

Það sem af er þessu ári hefur Best Buy lækkað um 17% á mörkuðum á meðan helsti samkeppnisaðilinn, Circuit City hefur hækkað um 4,8%.