Hagnaður verkfæraframleiðandans Black & Decker á 2. ársfjórðungi var 96,7 milljónir Bandaríkjadala, eða 1,58 dalir á hlut. Hagnaður á 2. fjórðungir ársins 2007 var 118 milljónir dala, 1,75 dalur á hlut.

Lítil eftirspurn eftir framleiðslu fyrirtækisins í Bandaríkjunum auk versnandi aðstæðna víða í Vestur-Evrópu er það sem veldur þessum samdrætti í hagnaði.