Hagnaður BNbank árið 2004 var rúmir 2 milljarðar ISK (NOK 209 milljónir), sem er 145 milljónum ISK (NOK 15 milljónum) meira en árið 2003. Hagnaður á hlut var NOK 21,45, en var til samanburðar NOK 19,89 árið 2003. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 10% og var arðsemi umfram áhættulausa vexti 8,7% eftir skatta. Á síðasta ársfjórðungi, lagði Íslandsbanki fram kauptilboð í öll hlutabréf í BNbank á verðinu NOK 340 á hlut. Að loknu tilboðstímabili höfðu handhafar 99,5% hlutafjár samþykkt tilboðið. Fjármálaráðuneytið í Noreg er nú með til umfjöllunar umsókn Íslandsbanka um kaup á öllum hlutabréfum í BNbank.

Hreinar vaxtatekjur voru NOK 428 milljónir, sem er NOK 3 milljónum hærra en árið áður. Þessi árangur náðist þrátt fyrir að lægra vaxtastig hafi haft neikvæð áhrif á ávöxtun á varasjóði félagsins. Áhrifin af lægra vaxtastigi eru metin á um NOK 40 milljónir. Lækkun vaxta dró tímabundið úr framlegð innlána árið 2003, en jafnvægi náðist aftur árið 2004. Til viðbótar hafði lækkun vaxtafrystra útlána og vöxtur í útlánasafni jákvæð áhrif á hreinar vaxtatekjur.

Rekstrargjöld, án óreglulegra gjalda, voru NOK 130 milljónir árið 2004 en voru NOK 132 milljónir árið 2003. Óregluleg gjöld voru NOK 14 milljónir sem skýrist af rágjafakostnaði í tengslum við yfirtökutilboð Íslandsbanka.

Vöxtur útlána hjá BNbank árið 2004 var 5%. Til að draga úr kostnaði fyrir viðskiptavina við að færa húsnæðislán yfir til BNbank hefur bankinn síðan í september 2004 tekið þátt í kostnaði við yfirfærslu með niðurfellingu á gjöldum. Viðbrögð viðskiptavina við markaðsherferðinni voru mjög jákvæð sem kom fram í 10% aukningu í húsnæðislánum á fjórða fjórðungnum. Útlán í lok árs voru NOK 37,7 milljarðar.

Innlán lækkuðu um 9% á árinu. Innlán í árslok voru NOK 12,9 milljarðar. Þessa þróun má aðallega rekja til lægra vaxtastigs og aukinnar samkeppni á markaðnum

BNbank hefur fylgst náið með gæðum útlánasafnsins og lánum í vanskilum. Útlán í vanskilum hafa lækkað. Í lok árs voru 3 mánaða vanskil einungis 0,1% af heildarútlánasafninu, en voru 0,5% í lok ársins 2003. Framlög í afskriftarreikning voru NOK 4 milljónir árið 2004 en NOK 29 milljónir árið 2003.

CAD hlutfall samstæðunnar var 9,9% í lok árs, og Tier 1 hlutfallið var 7,6%. BNbank gaf út NOK 250 milljónir af víkjandi skuldabréfum sem teljast með eiginfjárþætti A á árinu 2004.

Arðsemi eigin fjár umfram áhættulausa vexti var mjög góð. Samtímis, hefur bankinn styrkt Tier 1 hlutfall bankans með útgáfu á víkjandi bréfum. Stjórnin hefur því lagt til að greiddur verði út arður sem nemur 15 NOK á hlut sem nemur 70% af hagnaði síðasta árs. Tilboð Íslandsbanka miðast við að allar arðgreiðslur dragist frá tilboðsverði.
Stjórnin leggur til að arður verði greiddur út 12 maí 2005. Miðast arðgreiðslan við hluthafaskrá á aðalfundardegi 26. apríl.

Hagnaður á fjórðungnum var NOK 46 milljónir, en var NOK 55 milljónir á þriðja fjórðungi 2004. Skýring á minni hagnaði er ráðgjafarkostnaður vegna yfirtökutilboðs Íslandsbanka. Hreinar vaxtatekjur jukust um NOK 4 milljónir og voru NOK 110 milljónir