Hagnaður BNbank á fyrsta ársfjórðungi 2005 var 603 milljónir íslenskra króna (NOK 60 milljónir). Það er talsverður bati samanborið við fyrsta ársfjórðung á síðasta ári og síðasta ársfjórðung. Markaðsherferð á húsnæðislánamarkaðnum, þar sem BNbank býður niðurfellingu á gjöldum fyrir nýja viðskiptavini, hófst á síðari hluta ársins 2004 og hefur haldið áfram á þessu ári. Lán til einstaklinga hafa vaxið um 20% á meðan á herferðinni hefur staðið. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefur vöxtur í útlánum til einstaklinga vaxið um 9%. Arðsemi eigin fjár að teknu tilliti til vaxtastigs er sú besta sem BNbank hefur náð hingað til.

Tekjur

Hreinar vaxtatekjur voru NOK 115 milljónir eða NOK 12 milljónum hærri en á sama tímabili í fyrra. Borið saman við fjórða ársfjórðung í fyrra eru hreinar vaxtatekjur NOK 5 milljónum hærri en á fyrsta ársfjórðungi í ár. Aukningin skýrist að mestu af vexti í útlánasafni bankans.

Gjöld

Rekstrargjöld voru NOK 37 milljónir. Það er NOK 5 milljónum hærra en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Aukningin skýrist af markaðsherferð bankans á húsnæðislánamarkaðnum sem hófst síðasta haust.

Lán og fjármögnun

Útlánasafn banks óx um 795 milljónir á ársfjórðungnum. Vöxturinn samanstendur að mestu af húsnæðislánum. Síðustu 12 mánuðir hafa sýnt lánavöxt um 6% og voru NOK 38,5 milljarðar.