Franski fjárfestingabankinn BNP Paribas tilkynnti í morgun að hagnaður bankans á öðrum fjórðungi hefði dregist saman um 34% og numið samtals 1,51 milljörðum evra, borið saman við 2,28 milljarða hagnað á sama tíma fyrir ári. Afkoma BNP var yfir meðalspá greinenda.

Tekjur bankans drógust saman um 8,5% og námu 7,52 milljöðrum evra. Bankinn sagðist ekki vera undir neinum þrýstingi um að sækja sér aukið fjármagn á markað. Gengi bréfa í félaginu hækkuðu um meira en 5% eftir afkomutilkynninguna.