Hagnaður bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing á öðrum ársfjórðungi nam samtals 1,05 milljörðum Bandaríkjadala, eða 1,35 dölum á hvern hlut, samanborið við tap upp á 160 milljónir dala á sama tíma og fyrir ári. Sölutekjur Boeing hækkuðu einnig um 14% á milli ára og námu samtals 17,03 milljörðum dala.

Greiningaraðilar höfðu að meðaltali gert ráð fyrir hagnaði upp á 1,16 dali fyrir hvern hlut og að sölutekjur Boeing myndu nema ríflega 16 milljörðum dala. Hlutabréf í félaginu hækkuðu um 3% í kjölfar afkomutilkynningarinnar.