Hagnaður British Airways nam 165 milljónum punda (21,3 milljarðar króna) á öðrum ársfjórðungi fjárhagsárs fyrirtækisins, samanborið við 167 milljónir punda (21,5 milljarðar króna) á sama tímabili í fyrra, en það er 1,2% lækkun, segir í frétt Dow Jones.

Samdráttur hagnaðar kemur til vegna öryggisaðgerða í kjölfar hryðjuverkaógnar í ágúst, en talið er að þær hafi kostað flugfélagið um hundrað milljónir punda (12,9 milljarða króna). BA þurfti að aflýsa hundruða flugferða, vegna mikillar örtröðar sem myndaðist á flugvöllum í Bretlandi, sérstaklega á Heathrow.

BA hyggst selja þann hluta starfsemi sinnar sem hefur skilað tapi í áraraður og hefur flugfélagið einnig lækkað tekjuspá sína fyrir fjárhagsárið, en því líkur 31. mars 2007.

Á öðrum ársfjórðungi varð 40 milljarða punda tap vegna óformlegs verkfalls starfsfólks félagsins á Heathrow.