Næst stærsta olíufyrirtæki í Evrópu að markaðsvirði, British Petrol (BP), greindi frá því í gær að hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefði dregist saman um 17% frá því á sama tímabili árið 2006. Hagnaður BP á ársfjórðungnum nam 4,66 milljörðum Bandaríkjadala, eða 23,9 sentum á hlut, en árið á undan var hagnaður félagsins 5,62 milljarðar dollarar, eða 27,1 sent á hvern hlut. Þessi lækkun er aðallega rakin til lægra olíuverðs á heimsmarkaði og minnkandi olíuframleiðslu. Heildarsölutekjur British Petrol á tímabilinu voru 62,04 milljarðar dollara og höfðu minnkað um 3% frá því árið á undan.