Hagnaður búlgarska bankans EIBank nam 26,9 milljónum leva (1,2 milljörðum króna) á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 4,9 milljón leva (218,7 milljón krónu) hagnað á sama tímabili árið 2005, en það er meira en fimmföldun hagnaðar, segir í tilkynningu.

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, á 33,8% hlut í EIBank og hefur félagið samið við stjórnendur bankans um að auka hlutinn í 50% snemma á næsta ári, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

EIBank er níundi stærsti banki Búlgaríu miðað við eignir.