Hagnaður Byrs jókst um 521,7% fyrstu sex mánuði ársins, miðað við sama tíma fyrir ári en hann nam 4,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins.

Er hér um að ræða mesta hagnað sparisjóðsins á einum árshelmingi og er hagnaðurinn rúmlega fimmfaldur miðað við sama tímabil árið áður.

Arðsemi eigin fjár var 62,4% á ársgrundvelli.

Vaxtatekjur sparisjóðsins námu 5 milljörðum króna og jukust um 42,6% frá sama tímabili árið 2006.

Vaxtagjöld námu 4,2 milljörðum króna og jukust um 49,4% miðað við sama tímabil síðasta árs.

Hreinar vaxtatekjur námu 852,5 milljónir króna samanborið við 731,9 milljónir króna fyrri hluta árs 2006 og hafa því aukist um 16,5%.

Hreinar rekstrartekjur námu 6,7 milljörðum króna samanborið við 1,6 milljarða króna fyrri hluta árs 2006 og hafa því aukist um 306,8%.

Rekstrargjöld námu 1,3 milljörðum króna fyrstu sex mánuði ársins og jukust um 89,4% frá sama tímabili árið 2006. Launakostnaður hækkaði um 56,0% en almennur rekstrarkostnaður hefur aukist um 127,2%.

Kostnaðarhlutfall sparisjóðsins fyrri helming ársins 2007 var 19,7% á móti 42,7% fyrir sama tímabil árið 2006.

Virðisrýrnun útlána nam 155,4 milljónum króna. samanborið við 183,1 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins 2006.

Afskriftarreikningur lána og krafna nam í lok júní 2007 1,2% af útlánum og veittum ábyrgðum en var 1,0% í árslok 2006 og 1,70% á sama tíma fyrir ári.

Útlán til viðskiptavina námu 77,2 milljörðum króna og jukust um 5,8% frá árslokum 2006.

Innlán viðskiptamanna námu 52,6 milljörðum króna og jukust um 12,2% frá árslokum 2006.

Eigið fé í lok júní 2007 nam 18,2 milljörðum króna og hefur vaxið um 4,3 milljarða króna frá áramótum eða um 30,9%.

Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum var 14,6%.

Vaxtamunur tímabilsins var 1,6% samanborið við 2,1% árið 2006 og 2,2% fyrir sama tímabil árið 2006.

Heildarfjármagn í lok júní 2006 nam 112,4 milljörðum króna og hefur aukist um 7,9% frá áramótum.