Hagnaður Coca-Cola Company á þriðja ársfjórðungi var meiri en greiningaraðilar bjuggust við. Tekjuafgangur félagsins nam 2,06 milljörðum króna, eða 88 cent á hlut, samanborið við 1,9 milljarða á þriðja ársfjórðungi síðasta árs.

Tekjur félagsins námu 8,43 milljörðum dala og var hagnaður 8,4% meiri en á sama tímabili í fyrra.

Hlutabréfaverð í Coca-Cola hafa lækkað lítillega vestanhafs í dag. Lækkunin er þó minni en almennt hefur verið á mörkuðum í dag. Er niðursveifla á markaði meðal annars rakin til stýrivaxtahækkunar kínverska Seðlabankans.