Hagnaður bandarísku vöruhúsasmásölukeðjunnar Costco Wholesale Corp jókst um 32% á fyrsta ársfjórðung sem er umfram væntingar greiningaraðila að sögn Reuters fréttastofurnar.

Hagnaður félagsins á fyrsta ársfjórðung var 295 milljónir Bandaríkjadala sem gerir um 67 cent á hvern hlut samanborið við 224 milljóna dala hagnað á sama tíma í fyrra eða 49 centum á hvern hlut. Þegar hafði verið gert ráð fyrir hagnaði upp á 65 cent að sögn Reuters.

Salan jókstum 13% á ársfjórðungnum auk þess sem félagsgjald keðjunnar jókst um 10%. Þeir sem vilja versla í Costco þurfa að kaupa sér árskort hjá versluninni gegn vægu gjaldi en þar er hægt að kaupa ódýrar vörur í talsverðu magni enda er verslunin líkari vöruhúsi og selur verslunin allt frá sjónvörpum til ferskrar matvöru auka þess sem hægt er að kaupa hluti eins og salernispappír, gos, kex og fleira í stórum pakkningum eða kassavís.

Costco rekur 538 vöruhús víðsvegar um heiminn, þar af tæplega 400 í Bandaríkjunum, 75 í Kanada, 19 í Bretlandi auk Tævan, Kóreu, Japan og Mexíkó.