Credit Suisse tilkynnti í gær að hagnaður félagsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefði hækkað um 5%, samanborið við sama tímabil í fyrra. Hagnaðaraukningin var aðallega tilkomin vegna hagstæðs umhverfis á hluta- og skuldabréfamörkuðum og þóknunartekna frá fjársterkum viðskiptavinum. Samtals nam hagnaðurinn 2,7 milljörðum franka á ársfjórðungnum, en greiningaraðilar höfðu spáð að meðaltali hagnaði upp á 2,61 milljarða franka.