Hagnaður þýska bílaframleiðandans Daimler á 2. fjórðungi þessa árs var  1,4 milljarðar evra. Á sama tímabili í fyrra hagnaðist fyrirtækið um 1,85 milljarða evra og dróst hagnaður því saman um 25% milli ára.

Þetta kemur fram í frétt Telegraph.

Á 2. fjórðungi þessa árs kom sitt hvað til sem skekkir myndina. T.d. greiddi Daimler út 640 milljónir evra til að auka hlut sinn í bílpartaframleiðandanum Tognum.

Hlutabréf Daimler lækkuðu um 10% í kauphöllinni í Frankfurt eftir að uppgjörið kom út.