Hagnaður DaimlerChrysler á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var nærri því tvöfaldur samanborið við sama tímabil árið 2004, segir greiningardeild Landsbankans.

Hagnaður fjórða ársfjórðungs síðasta árs var 75,7 milljarðar króna en hann var um 40 milljarðar króna á sama tímabili árið 2004.

Tekjur fjórðungsins jukust umtalsvert eða um 10% samanborið við fjórða ársfjórðung 2004.

Hagnaður ársins í heild jókst úr 190 milljörðum árið 2004 í 212,8 milljarða króna árið 2005. Hagnaðaraukningin á sér stað þrátt fyrir að fyrirtækið hafi lagt út í kostnaðarsama endurskipulagningu á framleiðslu sinni, segir greiningardeildin.

Í janúar síðastliðnum tilkynnti stjórn fyrirtækisins um niðurskurð á stjórnsýslu, sem áætlað er að eigi sér stað á næstu þremur árum.

Gert er ráð fyrir að segja upp fimmtungi starfsfólks í stjórnunarstöðum, auk þess að minnka bókhaldsdeildir og aðrar deildir ótengdar framleiðslu. Mun þessi endurskipulagning kosta 6.000 manns störf sín, flest í Þýskalandi.

Kostnaður við aðgerðarina mun nema um 182,4 milljörðum króna á næstu þremur árum en gert er ráð fyrir að sparnaður vegna þeirri muni nema um 91,2 milljörðum króna á ári.

DaimlerChrysler seldi um 4,8 milljónir bifreiða árið 2005, sem er 3% vöxtur frá árinu 2004.