Bílaframleiðandinn DaimlerChrysler, tilkynnti að hagnaður fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi væri 167 milljarðar, sem er tvöföldun á hagnaði frá sama tímabili í fyrra, sem var 68 milljarðar.

Þessar tölur renna stoðum um spár fyrirtækisins að rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir allt árið verði 553 milljarðar, segir í frétt Dow Jones.

Greiningaraðilar höfðu spáð 153 milljarða hagnaði á öðrum ársfjórðungi.

DaimlerChrysler er fimmti stærsti bílaframleiðandi í heimi, en Mercedes deild fyrirtækisins, sem meðal annars framleiðir Mercedes-Benz og Smart bíla, má að mestu þakka fyrir hagnaðinn segja greiningaraðilar.