Hagnaður bresku tískuvöruverslunarinnar Debenhams dróst saman um 12% síðustu sex mánuði og er um 94,1 milljón pund eða um 13,7 milljarðar ísl. króna. Talsmenn keðjunnar segjast þó vera sáttir enda hafi verið gert ráð fyrir minnkandi sölu.

Salan hjá keðjunni hefur minnkað um 0,7% á umræddum tíma og segir fréttavefur BBC að forsvarsmenn Debenhams geri ekki ráð fyrir söluaukningu á þessu ári.

Forstjóri Debenhams, Rob Templeman segir að markaðir séu erfiðir um þessar mundir og félagið muni nota tímann til að hagræða í rekstri sínum til að koma í veg tap.

Debenhams rekur nú 135 verslanir á Bretlandi og á Írlandi.