Deutsche Bank hefur tilkynnt um að hagnaður bankans hafi dregist saman á þriðja ársfjórðungi sé miðað við árið í fyrra.

Hagnaður fyrir skatta á fjórðungnum var 93 milljónir evra. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 1,4 milljónir evra.

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, greinir frá þessu. Þar segir einnig að bankinn hafi afskrifað 1,2 milljarða evra í formi fasteignaveðtryggra verðbréfa á ársfjórðungnum.

Bankanum tókst að viðhalda hagnaði vegna þess að ný lög um reikningshald gerðu honum kleift að minnka afskriftir um 800 milljón evrur.

Bréf í Deutsche Bank höfðu hækkað um 17,74% við lokun markaða í dag.

Stjórnendur bankans lögðu áherslu á það að erfiðleikar ríktu á mörkuðum. Þrátt fyrir það ætti bankinn efni á því að kaupa hlut í Deutsche Postbank.