Hagnaður Deutsche Telekom, sem er stærsta fjarskiptafyrirtæki Evrópu miðað við sölu, lækkaði um 58% á fyrsta ársfjórðungi, en æ fleiri viðskiptavinir segja nú upp fastlínuviðskiptum við fyrirtækið. Hagnaður fyrirtækisins nam 40 milljörðum króna, samanborið við 94 milljarða árinu áður, en það er einnig langt undir væntingum greiningaraðila
sem spáðu 65 milljarða krónu hagnaði.

Fyrirtækið var áður með ráðandi markaðsstöðu á fastlínuviðskiptum í Þýskalandi, en 588 þúsund aðilar sögðu upp viðskiptum við fyrirtækið og sóttu frekar í viðskipti við lággjaldafyrirtæki.