Hagnaður þýska fjarskiptafyrirtækisins Deutsche Telekom dróst saman um 20,4% á þriðja ársfjórðungi, segir í frétt Dow Jones.

Hagnaður fyrirtækisins nam 1,94 milljörðum evra (168,4 milljörðum króna) á fjórðungnum, samanborið við 2,44 milljarða evra (211,8 milljarða króna) á sama tímabili í fyrra. Sala fyrirtækisins jókst um 2,8%.

Fyrirtækið er það stærsta sinnar tegundar í Evrópu, en það hefur tapað fjölda viðskiptavina til samkeppnisaðila á tímabilinu.