Hagnaður afþreyingarfyrirtækisins Walt Disney meira en tvöfaldaðist á síðasta fjórðungi fjárhagsárs fyrirtækisins, að hluta til þökk sé mikilli velgengni kvikmyndarinnar Pirates of the Caribbean: Dead Mans Chest, segir í frétt Dow Jones.

Tekjur fyrirtækisins námu 782 milljónum Bandaríkjadala (52,7 milljörðum króna) á fjórðungnum, samanborið við 379 milljónir dala (25,5 milljörðum króna) á sama tímabili í fyrra.

Mest var aukningin í kvikmyndaveri fyrirtækisins og nam hagnaður þess 214 milljónum Bandaríkjadala (14,4 milljörðum króna) á fjórðungunum, en bíómiðar voru seldir fyrir meira en einn milljarð bandaríkjadala (67 milljarða króna) á kvikmyndina Pirates of the Caribbean: Dead Mans Chest, sem stefnir í að verða vinsælasta kvikmynd ársins. Einnig hefur verið seldur alls kyns varningur í kring um myndina, meðal annars bækur og hrekkjavökubúningar.

Kvikmyndin Cars hafði einnig góð áhrif á afkomu Disney, en myndin var framleidd af fyrirtækinu Pixar, sem að Disney yfirtók fyrir skömmu.