Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrir árið 2004 nam 508,9 m.kr. króna fyrir skatta samanborið við 738,2 m. kr. árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 408,6 m. kr. samanborið við 604,1 m. kr. árið áður. Arðsemi eigin fjár var 17,3%. Minnkun hagnaðar á milli ára má að mestu rekja til minni gengishagnaðar.

Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu 1.902,2 m.kr. en það er 4,1% hækkun frá árinu 2003.

Vaxtagjöld hækkuðu einnig, eða um 2,3% og námu 1.131,8 m.kr. árið 2004

Hreinar vaxtatekjur námu því 770,5 m.kr. samanborið við 721,0 m.kr. árið 2003 sem er hækkun um 6,9%.

Vaxtamunur, þ.e. hreinar vaxtatekjur í hlutfalli af meðalstöðu fjármagns var 3,3% árið 2004 en 3,77% árið 2003.

Aðrar rekstrartekjur lækkuðu um 228,3 m. kr. og voru 884,6 m.kr. árið 2004. Munar þar mest um lækkun á gengishagnaði upp á 206,5 m.kr.

Önnur rekstrargjöld námu alls 829,7 m.kr. og jukust um 3,0% frá árinu áður. Laun og launatengd gjöld jukust um 1,9% og þar af voru bein laun 77%. Annar almennur rekstrarkostnaður jókst um 6,0%. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings var 3,2% en var um 4% árið 2003.

Kostnaðarhlutfall árið 2004 var 50,1% á móti 43,9% árið 2003.

Framlag í afskriftareikning útlána var 316,4 m.kr. en var 290,0 m.kr. árið 2003. Sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings var framlagið 1,2% en var 1,45% árið 2003.

Afskriftareikningur útlána nam í árslok 2,19% af útlánum en var 2,04% árið áður.

Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík verður haldinn þriðjudaginn 15. mars n.k. Stjórn sjóðsins leggur til að greiddur verði 7,5% arður á uppreiknað stofnfé. Auk þess sem nýttar verði heimildir laga um endurmat og viðbótarendurmat þannig að nafnávöxtun stofnfjár verði 16,41%.