Hagnaður Citigroup, sem er stærsti banki heims, dróst saman um 73% á öðrum ársfjórðungi og hefur ekki verið minni síðan á 4. ársfjóðungi 1998. Það sem leiddi til samdráttarins var $4,95 milljarða greiðsla vegna lögfræðikostnaðar, en aukning hagnaðarins nam 31% að henni undanskildri. Þegar þetta er skrifað höfðu hlutabréf Citigroup lækkað um 2,44%. Viðskiptaumhverfið var hagstætt á ársfjórðungnum enda skiluðu flestir samkeppnisaðilar bankans sem hafa birt uppgjör sín hagnaði á tímabilinu. Hagnaður Wachovia, sem er fjórði stærsti banki Bandaríkjanna, jókst um 21% á fjórðungnum. Þetta kom fram í Hálffimmfréttum KBbanka.