Hagnaður lágfjargjaldaflugfélagsins easyJet fyrir allt reikningsárið 2005 ? fyrir skatta ? nam 68 milljónum punda. Til samanburðar voru væntingar markaðarins um 63 milljón punda hagnað en hagnaður félagsins í fyrra nam 62 milljónum punda.

Markaðurinn tók þessum fréttum vel og hækkuðu bréf félagsins upp um 6,6% við opnun markaðarins í morgun. ABN Amro hefur breytt ráðgjöf sinni á félaginu úr ?halda" í ?kaupa".

Tekjur félagsins uxu um 23% milli ára og námu 1,34 milljörðum punda. Farþegafjöldi jókst um 21% og nam tæpum 30 milljónum. Félagið hóf flug á nýjum leiðum á þessu ári en sætanýtingin batnaði einnig úr 85,2% í 84,5% á sama tímabili fyrir ári síðan.