Hagnaður Bakkavarar Group fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi nam 1,7 milljörðum króna. Velta var 45,1 milljarður króna (£349,4 milljónir punda). Vöxtur í undirliggjandi rekstri var 13,8% og hagnaður eftir skatta 1,2 milljarðar króna (9,6 milljónir punda) sem jafngildir 66% aukningu að því er kemur fram í frétt félagsins.


Rekstrarhagnaður (EBIT) var 3,3 milljarðar króna (25,4 milljónir punda) sem jafngildir 37% aukningu. EBITDA var 4,5 milljarðar króna (35,1 milljón punda) og jafngildir það 28% aukningu. EBITDA hlutfall er 10,0%.


EBITDA hlutfall án áhrifa umboðssölu nam 10,7%. Pro-forma EBITDA jókst um 12,3%.Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti var 4,9 milljarðar króna (38,2 milljónir punda) sem er 36% aukning.


Frjálst fjárflæði frá rekstri var 2,2 milljarðar króna (16,9 milljónir punda) sem jafngildir 36% aukningu.


Eigið fé var 31,8 milljarðar króna (246,9 milljónir punda) samanborið við 31,1 milljarð króna (241,4 milljónir punda) í árslok 2006 og jafngildir það 2% aukningu. Eiginfjárhlutfall var 18,6% samanborið við 18,2% í árslok 2006.


Hagnaður á hlut 0,45 pens sem er 24% aukning.


Arðsemi eigin fjár 16,2% samanborið við 18,1% á sama tímabili 2006. Arðgreiðsla 24. apríl vegna ársins 2006 sem nam 50% af útgefnu hlutafé.


Í frétt félagsins kemur fram að endurfjármögnun sé lokið að fjárhæð 90,3 milljarðar króna (700 milljónir punda) á hagstæðum kjörum.

?Fyrsti fjórðungur þessa árs lofar góðu. Sala í Bretlandi er áfram góð og við höldum áfram að styrkja stöðu okkar á meginlandi Evrópu, m.a. með brautryðjendastarfi í vöruþróun. Við höfum metnaðarfull áform um framtíðarvöxt og munum leggja áherslu á þróun félagsins á nýjum mörkuðum.
Tækifærin eru mikil en búist er við að markaðurinn fyrir ferskar tilbúnar matvörur muni vaxa um 20% í vestur Evrópu á næstu fjórum árum og um 30% í Kína. Bakkavör Group er í sterkri stöðu til að nýta þau tækifæri sem felast í þessari hagstæðu þróun markaðarins,"  segir Ágúst Gudmundsson, forstjóri, í tilkynningu.