Hreinn hagnaður búlgarska bankans EIBank, sem er að hluta til í eigu íslenska fjárfestingafélagsins Novators, jókst í 21,3 milljónir búlgarska leva (991 milljón íslenskra króna) á fyrstu sex mánuðum ársins úr 1,62 milljónum leva, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar í Sofíu.

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, á 38,8% hlut í EIBank og hefur félagið samið við stjórnendur bankans um að auka hlutinn í 50% snemma á næsta ári, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.