Samkvæmt ársuppgjöri Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþing hf. sem á og rekur Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráningu Íslands nemur hagnaður félagsins á síðasta ári eftir skatta 132,5 milljónir samanborið við 126,9 milljónir króna 2004.

Eigið fé í árslok var 415,6 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 78%. Rekstrartekjur jukust um 9% milli ára eða úr 622,3 milljónum í 680,3 milljónir. Rekstrargjöld jukust um 12% á árinu.

Umsvif á verðbréfamarkaði setja mark sitt á afkomu félagsins og rekstrarskilyrði á árinu 2005 voru afar hagstæð.