Hagnaður færeyska bankans Eik banka [ FO-EIK ] eftir skatta nam 8 milljónum danskra króna á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við 118 milljóna króna hagnað á sama tíma 2007. Greiningardeild Glitnis hafði spáð bankanum 27 milljóna króna tapi á fjórðungnum.

Hreinar vaxtatekjur bankans á fjórðungnum námu 160 milljónum króna, borið saman við 85 milljónir króna í fyrra, en hreinar rekstrartekjur 119 milljónum, borið saman við 199 milljónir á sama tíma í fyrra.