Hagnaður Eikar fasteignafélags jókst um tæpar 418 milljónir á milli ára, segir í tilkynningu. Hagnaðurinn ársins 2005 var 626,8 milljónir en var 208,9 milljónir árið 2004.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITA) nam 626,8 milljónum en nam 404,2 milljónum í fyrra.

?Eik mun halda áfram að stækka á þessu ári. Tvær eignir, sem skilgreindar eru í byggingu, munu nú bætast við í leigusafnið" segir í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar.

Arðsemi eiginfjár var 60% árið 2005 en 28% árið áður. Heildar eignir námu 12.263,1 milljón en voru 7.658 milljónir í fyrra. Eigið fé nam 1.646 milljónum árið 2005 en 960 milljónir árið áður.

Velta fyrirtækisins árið 2005 nam 897,4 milljónum en var 641,2 milljónir árið 2004.

Eiginfjárhlutfallið jókst um 0,9% á milli ára og er nú 13,4%. Handbært minnkaði um 5,1 milljón á milli ára og er 253 milljónir árið 2005.

?Fjárfestingaeignir eru færðar á gangverði. Breytingar á gangverði fjárfestingareigna eru færðar undir liðnum matsbreyting fjárfestingareigna í rekstrarreikningi, en matsbreytingin nam 630 milljónum króna á árinu. Helsta orsök þessarar matsbreytingar er almenn hækkun á fasteignaverði, en hún er meðal annars tilkomin vegna hækkunar á leiguverði" segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.